spot_img
HomeFréttirTryggvi fyrir leikna tvo í Slóvakíu "Snöggir að læra inná hvorn annan...

Tryggvi fyrir leikna tvo í Slóvakíu “Snöggir að læra inná hvorn annan aftur”

Íslenska landsliðið mætir Lúxeborg á morgun í fyrri leik glugga síns í undankeppni heimsmeistaramótsins 2023. Fer leikurinn fram kl. 15:00 að íslenskum tíma í Bratislava í Slóvakíu, en hann verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

Karfan heyrði í leikmanni Casademont Zaragoza og íslenska landsliðsins Tryggva Snær Hlinasyni og spurði hann út í leikina tvo gegn Lúxemborg og Kósovó. Líkt og svo margir þeirra íslensku atvinnumanna landsliðsins sem kom Tryggvi til móts við liðið í gær, eftir að hafa lokið skyldum sínum með félagsliði, en lið hans leikur bæði í ACB sem og meistaradeild Evrópu.

Hvernig er að vera kominn aftur til móts við landsliðið?

“Það er alltaf gaman að vera mættur til strákana. Alltaf gaman að taka þátt i þessum verkefnum með landsliðinu”

Hvernig líst þér á hópinn sem saman er kominn?

“Þetta er flottur hópur, nokkurnveginn sá sami og höfum verið með uppá síðkastið. Þannig við verðum snöggir að læra inná hvorn annan aftur”

Nú hefur þú alltaf verið að koma meira og meira inn í leik landsliðsins, hvernig hefur það ferðalag verið?

“Það sama og uppi nema enda þetta með. Frá því að vera ungi sveitastrákurinn í það sem ég er í dag. Ávallt skemmtilegt að horfa til baka og ennþá skemmtilegra að sjá hvar maður stendur í dag”

Heldur þú að liðið eigi eftir að sakna Martins mikið? Hverjir heldur þú að eigi eftir að bera uppi sóknarleik liðsins í fjarveru hans?

“Það er náttúrlega alltaf mikill missir af leikmann eins og honum, en það kemur bara maður í manns stað. Það kemur bara niður á öllum. Mikilvægast er að standa sig vel og vinna”

Bæði liðin sem liðið leikur við í þessum glugga metin nokkuð neðar en Ísland, er erfiðara að mæta í leiki þar sem gert er ráð fyrir sigri?

“Það er aðeins öðruvisi náttúrleg, en við ætlum okkur að mæta með sama hátt og alltaf brjálaðir og til í allt”

Mikið álag á þér og nokkrum öðrum leikmönnum liðsins með félagsliðum síðustu vikur, á meðan að aðrir hafa ekki mátt æfa. Heldur þú að liðið verði lengi að spila sig saman?

“Við þekkjumst vel og ég veit að allir gerðu sitt besta þrátt fyrir stöðuna að halda sér í góðu formi fyrir þessa leiki”

Fréttir
- Auglýsing -