spot_img
HomeFréttirTroðslusirkus unglingaflokks KR er kominn af stað - Taplausir og troða öllu

Troðslusirkus unglingaflokks KR er kominn af stað – Taplausir og troða öllu

Unglingaflokkslið karla hjá KR fer vel af stað þennan veturinn. Það sem af er tímabili hafa þeir unnið alla þrjá leiki sína og eru í efsta sæti fyrstu deildar unglingaflokks karla. Taplausir, líkt og Stjarnan sem er í öðru sæti, en KR hefur leikið einum leik fleiri.

Síðastliðinn mánudag 5. október unnu þeir nokkuð örugglega sameinað lið Vals og Ármanns í Kennaraháskólanum, 67-103. Sem er að sjálfsögðu ekki frá sögu færandi, nema fyrir þær sakir að þar var um góðan sigur að ræða hjá sterku liði KR. Þó er nokkuð áhugavert að skoða þann gífurlega fjölda troðslna sem áttu sér stað í leiknum.

Hér fyrir neðan eru fimm þeirra, þar sem að hinn 15 ára gamli Almar Orri Atlason á þrjár, Alexander Knudsen 17 ára og Þorvaldur Orri Árnason 18 ára eina hvor. Allir leika leikmennirnir einnig með meistaraflokk félagsins.

Spurning hvort þjálfari þeirra Hörður Unnsteinsson leggi upp með að reyna að klára sem flestar sóknir með troðslum eða ekki, erfitt að segja. Beðist er velvirðingar á gæðum myndbandanna, en ljóst hlýtur að vera að næsti leikur unglingaflokks KR verður að vera sendur út í háskerpu svo áhangendur og aðrir geti fylgst með þessummjög svo áhugaverða Troðslusirkús unglingaflokks KR.

Almar Orri:

Alexander:

Þorvaldur Orri:

Fréttir
- Auglýsing -