spot_img
HomeFréttirToronto Raptors flytja mögulega til Louisville í Kentucky

Toronto Raptors flytja mögulega til Louisville í Kentucky

Fari svo að NBA tímabilið fari af stað áður en að heimsfaraldur Covid-19 verður kveðinn niður, má svo vera að meistarar síðasta tímabils Toronto Raptors flytji tímabundið til Louisville í Kentucky.

Mun sú lausn hafa verið lögð til, þar sem að eins og staðan er í dag er gífurlega erfitt að ferðast á milli ríkja Kanada, þar sem Raptors hafa sinn heimavöll og Bandaríkjanna, þar sem að hin 29 liðin eru.

Samkvæmt Vincent Goodwill munu leikar líklega fara af stað í janúar í kringum hátíðardag Martin Luther King. Lausnina við þessu líklega vandamáli Raptors kynnti enginn annar en fyrrum leikmaður Milwaukee Bucks, Junior Bridgeman, en hann er einn ríkasti fyrrum leikmaður deildarinnar, þó svo að meirihluta auðæfa sinna hafi hann skapað eftir að hann hætti að spila.

Tímabundnar færslur á liðum þekkjast vel í Bandaríkjunum. Í MLB deildinni í hafnabolta þar sem að Toronto Blue Jays eiga heimavöll í Buffalo, New York og í MLS fótboltadeildinni leikur Toronto FC í Hartford, Connecticut.

Sé horft einhver ár aftur í tímann, þá átti svipað sér stað eftir að fellibylurinn Katrína skall á New Orleans 2005, þegar að Hornets fluttust tímabundið og urðu Oklahoma City Hornets. Sú saga fyrir margt merkileg, þar sem að sá flutningur hafði í för með sér að eftirspurn skapaðist eftir liði á svæðinu, sem fékk svo nokkrum tímabilum seinna að kaupa lið Seattle Supersonics til borgarinnar, sem varð þá að Oklahoma City Thunder.

Fréttir
- Auglýsing -