NBA deildin hefur samkvæmt heimildum Vincent Goodwill hjá Yahoo augastað á að 2020-21 tímabil þeirra fari af stað á Martin Luther King deginum, sem haldinn er hátíðlegur 18. janúar.

Segir hann þó að samkvæmt heimildum sé ekkert ákveðið enn og að ekki sé það út úr myndinni að farið verði af stað fyrr, jafnvel eins snemma og á Jóladag.

Enn hefur ekki verið ákveðið hvort um verði að ræða heilt 82 leikja tímabil, en samkvæmt Goodwill mun deildin aðallega vera að huga að því að þar næsta tímabil, 2021-22, geti farið eins eðlilega fram og hægt er, með tilheyrandi byrjun í október og úrslitum vorið eftir.

Framkvæmdarstjóri deildarinnar Adam Silver er sagður eiga fund með fulltrúum eigenda allra liða komandi föstudag þar sem að málið verður til umræðu.