spot_img
HomeFréttirToronto lögðu Rondo-lausa Bostonmenn

Toronto lögðu Rondo-lausa Bostonmenn

 
Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í gær og í nótt og vakti það mesta athygli að Toronto Raptors skyldu leggja Boston Celtics. Lokatölur leiksins voru 102-101 Toronto í vil en fyrir leikinn í gær höfðu Bostonmenn unnið átta leiki í röð gegn Raptors! Boston léku án Rajon Rondo í nótt og munar um minna.
Lokapsretturinn var æsispennandi þar sem Toronto þvingaði tapaðan bolta út úr Ray Allen þegar um 10 sekúndur voru til leiksloka. Toronto réðust inn í Boston teiginn þar sem brotið var á Amir Johnson og setti kappinn bæði vítin og kom Toronto í 102-101 og 2,7 sekúndur til leiksloka. Boston tók leikhlé og héldu svo í næstu sókn þar sem boltinn endaði í höndunum á Paul Pierce sem reyndi erfitt flautuskot í teignum en það geigaði og Raptors fögnuðu góðum sigri.
 
Andrea Bargnani fór mikinn í liði Raptors með 29 stig en hjá Boston var Nate Robinson stigahæstur með 22 stig.
 
Önnur úrslit næturinnar í NBA:
 
Detroit 115-110 Washington
Sacramento 71-75 New Orleans
Lakers 117-89 Golden State

Mynd/ Andrea Bargnani sallaði niður 29 stigum á Boston í gær.

 
Fréttir
- Auglýsing -