spot_img
HomeFréttirToppslagur í Fjósinu í kvöld

Toppslagur í Fjósinu í kvöld

Það má með sanni segja að það verði stórleikur á fjölum Fjósins í Borgarnesi í kvöld þegar toppliðin Skallagrímur og Haukar eigast við. Haukar tefla væntanlega fram nýjum erlendum leikmanni, Landon Quick en hann lék einmitt með Skallagrím í fyrra.
Það er ekki úr vegi að líta á söguna og sjá hvernig viðureignir þessara liða hafa farið undanfarin ár. Þau hafa mæst 16 sinnum í Borgarnesi og eru það heimamenn sem hafa vinninginn, hafa unnið 9 sinnum, þar af 3 síðustu leikina. Haukar hafa þó gert góðar ferðir í Borgarnes og í desember 2002 komu þeir til baka með 28 stiga sigur. Séu hins vegar teknar með viðureignir liðanna á heimavelli Hauka þá vænkast hagur Hauka sem hafa unnið 13 leiki á heimavelli sínum og því 20 innbyrðisviðureignir.
 
Sigri Haukar í kvöld eru þeir komnir með gott veganesti í toppbaráttuna, ekki síst að hafa betur innbyrðis gegn Skallagrím en Skallagrímsmenn þurfa að vinna með 5 eða meira til að hafa betur innbyrðis. Þriðja liðið í toppbaráttunni eru Ísfirðingar sem mæta Þór á Akureyri í kvöld.
 
 
Mynd: Sigga Leifs – Landon Quick verður ekki í gulu í kvöld
 
Fréttir
- Auglýsing -