spot_img
HomeFréttirTómas Valur stórkostlegur í öruggum sigri gegn Eistlandi

Tómas Valur stórkostlegur í öruggum sigri gegn Eistlandi

Undir 18 ára drengjalið Íslands lagði Eistland í dag í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Rúmeníu, 105-91.

Liðið hefur því unnið einn og tapað einum það sem af er riðlakeppni, en í gær töpuðu þeir fyrir Danmörku.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Tómas Valur Þrastarson með 38 stig og 7 fráköst. Honum næstur var Almar Orri Atlason með 17 stig og 12 fráköst.

Næsti leikur Íslands er kl. 10:30 í fyrramálið gegn Írlandi.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -