Þessa stundina fer fram leikur Íslands og Póllands á lokamóti Eurobasket. Þetta er annar leikurin beggja liða í A-riðli mótsins en ásamt þeim er Grikkland, Finnland, Frakkland og Slóvenía í riðlinum.
Stuðningsmenn Íslands hafa heldur betur málað Helsinki bláa síðustu daga og vakið gríðarlega athygli. Einhverjir spurðu sig á samfélagsmiðlum eftir leikinn gegn Grikklandi afhverju Tólfan væri ekki á staðnum. Meðlimir hennar eru hinsvegar mættir á leikinn í dag.
Hlaðið var upp í Víkingaklapp við mikla kátínu allra í húsinu. Myndband af því má sjá hér að neðan:
_x1f1ee__x1f1f8_pic.twitter.com/nQfAoeuVrs
— Eurohoops.net (@Eurohoopsnet) September 2, 2017