Á dögunum kom skemmtileg mynd af Sport court vellinum sem staðsettur er við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði á síðunni flickmylife.com. Línur vallarins voru út um allt en ástæðan fyrir því er sú að völlurinn fauk upp í vetur og var bjargað inn í hús.
Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka.
Það voru liðsmenn meistaraflokksráðs karla hjá Haukum ásamt öðrum sem tóku að sér það verkefni að endurraða vellinum og leysti hópurinn verkefnið með stæl þó svo að mestur tíminn hafi farið í að púsla þriggja stiga línum og teig bogum saman.
Grein og myndir á heimasíðu Hauka