spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaTók 28 fráköst í fyrsta leik

Tók 28 fráköst í fyrsta leik

Blake Walsman. leikmaður Hrunamanna, gerði sér lítið fyrir og tók 28 fráköst auk þess að skora 23 stig í sigri sinna manna á Reyni Sandgerði í 2. deildinni á helginni.

Reynismenn byrjuðu betur og settu niður fyrstu þrjú þriggja stiga skotin sín. Hrunamenn, með Sigurjón Ívarsson í fararbroddi, náðu þó forustunni fljótt aftur og leiddu 25-17 eftir fyrsta leikhluta. Með breyttum áherslun í varnarleiknum náðu Reynismenn að minnka muninn í 36-32 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var mjög jafn þótt heimamenn væru þó ávalt skrefinu framar og leiddu fyrir lokaleikhlutann 53-48. Þegar um 4 mínútur lifðu leiks komu tveir mikilvægir þristar hjá Hrunamönnum og sá síðari kom muninum upp í 13 stig, 70-57. Reynismenn gerðu heiðarlegar tilraunir til þess að minnka muninn og náðu honum niðrí 81-75 á sama tíma og leiktíminn rann út.

Bandaríkjamaðurinn Blake Walsman var besti maður leiksins og var eins og fyrr segir með 23 stig og heil 28 fráköst. Hjá Reyni var Guðmundur Gunnarsson stigahæstur með 27 stig en hann gekk til liðs við Reyni frá 1. deildarliði Vestra í haust.

Hrunamenn
Blake Walsman 23 stig og 28 fráköst, Orri 22 stig, Sigurjón 12 stig og Bjarni 10 stig og 4 stoðsendingar, Dagur 8 stig og 5 fráköst, Aron 3 stig og 4 fráköst, Palli 3 stig

Reynir Sandgerði
Guðmundur Gunnarsson 27, Kumasi Máni Car 12, Kristján Smárason 6, Eðvald Ómarsson 6, Birgir S. Snorrason 6, Viðar Kjartansson 5, Gestur Guðjónsson 3, Stefán Geirsson 3, Jón Böðvarsson 3, Hilmir G Guðjónsson 2.

Fimm aðrir leikir fóru fram í 2. deildinni á helginni.
ÍR-b – Leiknir 70:58
Hrunamenn – Reynir 81:75
ÍA – Njarðvík-b 121:131
Ármann – Valur-b 81:114
Fjölnir-b – Stál-úlfur 67:57

Fréttir
- Auglýsing -