spot_img
HomeFréttirTindastólssigur í Vesturbænum

Tindastólssigur í Vesturbænum

Eftir 100 daga stopp var aftur leikinn körfubolti í DHL Höllinni í Vesturbænum. Tindastóll frá Sauðárkróki mættir í bæinn til þess að spila við enn ríkjandi íslandsmeistara KR. KR mætir til leiks þetta tímabilið með talsvert öðruvísi lið en undanfarin ár, höfðu bætt við sig Bandaríkjamanninum Ty Sabin en misst Lettann Roberts Stumbris og Króatann Ante Gospic frá því að leik var hætt síðast. Tindastól mætti með óbreytt lið frá síðasta leik.

Gangurinn

Þessi leikur var mikið fyrir augað, frábær sóknarleikur oft á tíðum á báða bóga en varnarleikurinn leið fyrir það að einhverju leiti. Stólarnir náði fljótlega naumu forskoti sem þeir héldu mestallan leikinn. Þeir náðu þó aldrei að slíta KR almennilega frá sér sem hefði getað reynst dýrkeypt. KR komst yfir alveg í lokin en þeir Glover og Tomsick hjá Tindastól sáu til þess að sigurinn endaði í vösum norðanmanna. Ty Sabin fékk tækifæri til þess að klára leikinn en rann og náði ekki að koma skoti á körfuna.

Tölfræðin Lýgur Ekki

Þrátt fyrir að mæta með mun hávaxnara lið þá náðu norðanmenn ekki alveg að nýta sér hæðarmuninn til þess að taka frákastabaráttuna föstum tökum. 42 fráköst stólanna gegn 37 hjá KR ingum. Baldur þjálfari Tindastóls sennilega ekki ánægður með það.

Tölfræðiblaðið lýgur samt örlítið því Ty Sabin var með 46 stig en ekki 47. Hann fékk skráð á sig víti sem Matthías Orri setti í lokin.

Bestir

Bestur á vellinum í leiknum, þrátt fyrir tapið var Ty Sabin. Hann skoraði 46 stig og gaf 5 stoðsendingar. Hann komst á körfuna að vild, setti skotin sín fyrir utan og opnaði fyrir aðra. Það verður gaman að fylgjast með honum í vetur.

Shawn Glover átti einnig mjög góðann leik hjá Tindastól. 30 stig og 8 fráköst, sem hefðu í raun mátt vera fleiri. Hann setti líka stór skot í lokin.

Hvað næst?

Tindastóll spilar við Njarðvík á heimavelli á sunnudaginn. Njarðvíkingar töpuðu naumlega á móti Haukum og vonandi nær Antonio Hester að mæta til leiks gegn sínum gömlu félögum.

KR hins vegar skundar yfir flugvöllinn til þess að spila við Valsmenn. Að telja upp hverjir séu að spila gegn sínum gömlu félögum í þeim leik er of mikil upptalning.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -