22:57
{mosimage}
Pugh reynir hér að verja skot Sigurðar Þorsteinssonar
Tindastólsmenn munu tefla fram alskagfirsku liði á morgun þegar þeir heimsækja Breiðablik í Smárann í úrslitaleik um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Bandaríkjamaðurinn Alphonso Pugh meiddist í leiknum við Keflavík í gærkvöldi og verður ekki meira með í vetur.
Það er því ljóst að það verður alskagfirskt lið sem Tindastóll teflir fram á morgun og spennandi að sjá hvort skagfirskahjartað er nógu sterkt í drengjunum til að slá þá grænu úr Kópavoginum og komast í úrslitakeppnina en það yrði jafnframt fyrsti sigur Tindastóls síðan 15. janúar.
Mynd: www.skagafjordur.com