spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaTindastóll semur við einn efnilegasta leikmann landsins

Tindastóll semur við einn efnilegasta leikmann landsins

Tindastóll hefur samið við Brynju Líf Júlíusdóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna.

Brynja Líf er frá Hetti á Egilsstöðum og er þetta sumarið hluti af undir 16 ára liði Íslands sem nýlega lauk Norðurlandamóti í Kisakallio í Finnlandi og fer til Svartfjallalands um miðjan ágúst til að taka þátt í Evrópumóti. Helgi Freyr nýráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna segist mjög ánægður að fá Brynju Líf, einn efnilegasta leikmann landsins til liðs við Tindastól og í körfuboltaakademíu FNV. “Hún er vonandi fyrst af mörgum sem á eftir að taka skrefið og koma í Tindastól. Tindastóll er eitt fárra félaga sem getur boðið leikmönnum sem setja körfubolta í forgang uppá akademíu með heimavist og góðri aðstöðu í umhverfi þar sem körfubolti er risastór hluti af samfélaginu.”

Mynd / Siggi Photography

Grafík / Halldór Halldórsson

Fréttir
- Auglýsing -