15:17
{mosimage}
Subwaybikarmeistarar KR leiða 2-0 í undanúrslitaeinvíginu gegn Keflavík um hvort liðið leiki til úrslita við Hauka eða Hamar um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Keflavík og KR mætast kl. 19:15 í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld og ef Keflavík bíður ósigur verður það í fyrsta sinn síðan leiktíðina 2001-2002 sem Keflavík tekur ekki þátt í úrslitum úrvalsdeildar.
Árangur Keflavíkur í íslenska kvennaboltanum er magnaður en liðið hefur síðan árið 1993 leikið í öllum lokaúrslitum kvennaboltans fyrir utan árin 1997 og 2002. Tímabilið 2001-2002 léku ÍS og KR til úrslita þar sem KR vann rimmuna 3-2 en tímabilið 1996-1997 voru það KR og Grindavík sem léku til úrslita en þá vann Grindavík 3-0.
Frá árinu 1993 hefur Keflavík 14 sinnum leikið til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en KR-ingar 10 sinnum. Glæstur árangur hjá félögunum en ljóst er að annað þessara liða fer áfram í úrslit og er skýjafarið nokkuð þungt hjá Keflavík um þessar mundir en þetta er úrslitakeppnin svo við skulum ekki afskrifa neinn fyrr en lokaflautan gellur.
Úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn frá árinu 1993
1993 Keflavík 3-0 KR {88-62, 70-67, 97-72}
1994 Keflavík 3-2 KR {78-59, 77-80 (63-63, 71-71), 71-61, 60-64, 68-58}
1995 Keflavík 0-3 Breiðablik {81-98, 52-61, 53-66}
1996 Keflavík 3-1 KR {70-58, 63-60, 55-56, 70-37}
1997 KR 0-3 Grindavík {47-50, 47-59, 55-62 (49-49)}
1998 Keflavík 3-1 KR {75-54, 65-75, 71-61, 61-50}
1999 KR 3-0 Keflavík {76-47, 61-49, 90-81}
2000 KR 2-3 Keflavík {51-48, 61-68, 68-73, 58-42, 43-58}
2001 KR 3-0 Keflavík {57-55, 77-52, 64-58}
2002 ÍS 2-3 KR {86-82 (74-74), 78-75 (66-66), 51-54, 56-63, 64-68}
2003 Keflavík 3-0 KR {75-47, 82-70, 82-61}
2004 Keflavík 3-0 ÍS {80-56, 77-67, 85-56}
2005 Keflavík 3-0 Grindavík {88-71, 89-87 (81-81), 70-57}
2006 Haukar 3-0 Keflavík {90-61, 79-77, 81-77}
2007 Haukar 3-1 Keflavík {87-78, 115-101, 78-81, 88-77}
2008 Keflavík 3-0 KR {82-81, 84-71, 91-90}
2009 ?
Mynd: [email protected]