8:14
{mosimage}
Tímabilinu í Finnlandi lauk hjá Loga Gunnarssyni í gær þegar lið hans ToPo tapaði í fjórða leik liðsins við Namika Lahti 60-80. Þar með sigraði Namika einvígið 3-1. Logi Gunnarsson átti ágætan leik en hans hlutverk var að gæta helsta stigaskorara Namika og hélt hann honum í 0 stigum en sjálfur skoraði hann 4 stig, öll úr vítum.
Svo gæti farið að Logi semji við annað lið það sem eftir er tímabilsins en þau mál munu skýrast á allra næstu dögum.
Hér hægt að finna tölfræði Loga í Finnlandi í vetur. [email protected] Mynd: Tuomas Venhola