spot_img
HomeFréttirÞvílíkt bakslag fyrir yngri landsliðin

Þvílíkt bakslag fyrir yngri landsliðin

14:47 

{mosimage}

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR og Norðurlandameistara Íslands í 16 ára liðum, hefur eins og aðrir landsliðsþjálfarar yngri landsliða Íslands í körfubolta miklar áhyggjur af stöðu mála því vegna peningaskorts fer ekkert íslenskt landslið í Evrópukeppni í sumar. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag, www.visir.is  

Benedikt er ásamt Einari Árna Jóhannssyni og Inga Þór Steinþórssyni, aðalmaðurinn á bak við frábært gengi íslensku unglingalandsliðanna sem hafa unnið fimm Norðurlandameistaratitla og komist inn í þrjár A-keppnir á síðustu þremur árum. Benedikt hefur komið að þremur Norðurlandsmeistaratitlum og tekið þátt í einni a-keppni með sín landslið.

 

 „Það er hið versta mál að þessir strákar séu ekki að fara í evrópukeppnin og í raun þvílíkt bakslag fyrir yngri landsliðin okkar. Þetta hefur mikil áhrif á framþróun og framfarir þessarra krakka og þá sérstaklega hjá okkar bestu krökkum," segir Benedikt sem segist hafa fengið sterk viðbrögð frá hinum Norðurlandaþjóðunum við því að Ísland væri ekki með í Evrópukeppnum í sumar.  Íslenska 16 ára landsliðið varð Norðurlandameistari en lið Dana, Svía og Finna í þessum árgangi eru öll á leið í evrópukeppni.

„Ég held að menn séu hættir að vera hissa og það telst ekki lengur til stórra tíðinda meðal hinna þjóðanna þegar Ísland er að vinna Norðurlandamótið. Menn búast alveg eins við því að Ísland fari alla leið. Mestu viðbrögðin sem ég fékk við okkar árangur í ár þegar sænskir, danskir og finnskir þjálfar og jafnvel a-landsliðsþjálfarar þessarra þjóða sem maður þekkir voru að koma til manns og spyrja hvar við værum að spila í Evrópukeppninni. Þegar maður sagði þeim að við værum ekki að fara í evrópukeppnina þá trúðu menn því ekki miðað við alla þá athygli sem þessi yngri landslið okkar eru búin að vekja," sagði Benedikt sem segir strákana tapa mikið á því að missa af þátttöku í Evrópukeppninni.

 „Í Evrópukeppnunum er þessir strákar að fá marga leiki á skömmum tíma og þeir eru að taka þvílíkum framförum. Ef við fáum ekki að spila við þessar þjóðir erlendis þá er það sem við kennum þeim hérna ekkert að nýtast. Þeir taka bara takmörkuðum framförum að spila alltaf bara við sjálfan sig hérna heima. Þeir þurfa þessa landsleiki og við þurfum að finna einhverja lausn á því. Æfingaleikir eru heldur aldrei eins að spila a mótum og koma aldrei meira en 20% í staðinn fyrir alvöruleiki," segir Benedikt sem ætti að þekkja þetta enda búinn að fara margoft út með landslið. 

Benedikt vill ekki kenna neinum um hvernig fór þrátt fyrir að svekkelsið sé mikið. „Við erum búnir að eyða mikilli orku í að byggja þetta upp og þú getur ekki trúað því hvað við erum svekktir. Það þýðir samt ekki að væla yfir þessu því við þurfum að finna einhverjar lausnir. Við þurfum að leggja höfuðið í bleyti eins og sambandið og finna eitthvað en maður sér einga töfralausn í nánustu framtíð," sagði Benedikt að lokum.

 Heimild: Fréttablaðið í dag, www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -