spot_img
HomeFréttir"Þurfum að vera sterkari á svellinu"

“Þurfum að vera sterkari á svellinu”

Álftanes lagði Val í gærkvöldi í 8. umferð Subway deildar karla, 73-67. Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 2. – 7. sæti með fimm sigra og þrjú töp það sem af er tímabili.

Hérna er meira um leikinn

Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals var súr yfir því að missa þetta í jafnan leik.

Rosa leikur í kvöld…þetta var pínu ,,gamaldags“ lokatölur eins og maður sá oft fyrir svona 15 árum eða svo í deildinni…?

Já þetta var svona slugfest, bæði lið voru þunnskipuð og voru mikið að spila á sömu mönnunum…þetta var hægt og svona ,,boxing match“ eins og svona leikir verða.

Bæði lið voru að spila góða vörn…eða hvað?

Jújú…bæði lið að gera vel en bæði lið kannski ekki að spila sérstakan sóknarleik heldur! Þeir náðu góðum momentum, náðu nokkrum hraðaupphlaupskörfum og náðu að opna okkur þannig. Svo settu þeir nokkur skot þarna í lokin en við ekki og þeir bara unnu leikinn.

Jájá…það var kannski komið að ykkur að tapa í jöfnum leik að þessu sinni…

Já, en maður er fúll yfir því að missa leikinn í þetta, mér fannst við gera vel í fyrri hálfleik, mér fannst koma fullt af momentum í fyrri hálfleik þar sem við vorum að gera vel en við förum einhvern veginn frá því í seinni hálfleik, hvort sem það er af því að Álftnesingar voru að spila betri vörn eða hægist á okkur…en þeir gerðu vissulega vel í seinni hálfleiknum en maður er fúll yfir því að hafa leyft þessu að komast í jafnan leik.

Eftir leikhléið sem þú tókst eftir 5 mínútur þá varð vörnin betri hjá ykkur og sóknin sömuleiðis, þið komist einhverjum 9 stigum yfir í tvígang, manni fannst kannski eins og þið væruð að ná tökum á þessu…

…svo bara gefum við upp einhverjar nokkar óþarfa körfur í lok fyrri hálfleiks…við höfum lent í svipuðu áður. Við þurfum að vera sterkari á svellinu en þetta.

Akkúrat. Það hefði einmitt verið gott í svona leik að vera með eitt stykki Kára Jóns, svona sóknargaldramann?

Jájá en við erum ekki með hann en við hefðum samt getað unnið leikinn. Það hefði verið gott fyrir Álftanes að hafa Hörð Axel og gott fyrir Stólana að hafa hinn og þennan…þetta er bara svona og liðin eru eins og þau eru mönnuð. Við vorum í fínni aðstæðu til að ná í sigur á erfiðum útivelli sem hafðist ekki að þessu sinni.

Fréttir
- Auglýsing -