spot_img
HomeNBAÞristaflóð Celtics í flóanum - 1:0 fyrir Boston

Þristaflóð Celtics í flóanum – 1:0 fyrir Boston

Boston Celtics kunna bara nokkuð vel við sig á útivelli þessa dagana og í nótt varð engin breyting á þegar þeir sigruðu margrómað lið Golden State Warrirors 120-108. Stephen Curry hóf leik að hætti hússins og afgreiddi þrista á hlaðborði. Að öllu jöfnu hefur slík framistaða hans hoggið vel á sjálfstraust andstæðinga hans en þetta kvöldið börðust Celtics með eldi gegn eldi.

Eftir að hafa leitt leikinn 56:54 í hálfleik hélt leikurinn áfram og Warriors komu sér í þægilegt 14 stiga forskot í þriðja leikhluta. Leiddir áfram af leiðtoga sínum Curry, þá virtist á tímabili að heimamenn væru að fara að sigla sigrinum í land. En þá kom að fjórða leikhluta þar sem að gestirnir úr Celtics hreinlega tóku yfir San Fransico flóann í heild sinni.

Hinn síungi Al Horford leiddi sína menn í kvöld og skoraði 26 stig og Jaylen Brown kom honum næstur með 24 stig. Hjá Warrirors var Stephen Curry með 34 stig.

50% þriggjastiga nýting Celtics hafði vissulega stórt að segja þetta kvöldið og sem fyrr sigruðu leikinn á því meðali sem Golden State hafa uppáskrifað á andstæðinga sína svo oft.

1:0 fyrir Celtics í seríunni og næsti leikur á sunnudag áfram á heimavelli Warriors.

Fréttir
- Auglýsing -