spot_img
HomeFréttirDeandre Kane lék fyrir Lakers og hitti Kobe Bryant "Þvílíkur sorgardagur þegar...

Deandre Kane lék fyrir Lakers og hitti Kobe Bryant “Þvílíkur sorgardagur þegar hann dó”

Deandre Kane hefur heldur betur komið vel inn í lið Grindavíkur á yfirstandandi tímabili í Subway deild karla. Þrátt fyrir mikla ólgu sökum náttúruhamfara hefur liðið oftar en ekki spilað einn besta bolta deildarinnar og er það að einhverju leyti hinum bandarísk ungverska leikmanni að þakka.

Eftir góðan feril í bandaríska háskólaboltanum fór Kane á reynslu til Atlanta Hawks og til stórveldis Los Angeles Lakers áður en hann ferðaðist yfir hafið og átti gífurlega farsælan feril með nokkrum af sterkari liðum Evrópu.

Deandre var á dögunum í nokkuð ítalegu viðtali við öflugan svæðismiðil Suðurnesjamanna, Víkurfréttir. Meðal annars nefnir hann þar tíma sinn með NBA liðunum áður en Evrópuferillinn hófst. Segir hann að það hafi verið gaman að leika fyrir stórveldi Los Angeles Lakers og að þar hafi hann fengið að hitta Kobe Bryant. Enn frekar bætir hann við “Þvílíkur sorgardagur þegar hann dó, ég held að allir körfuknattleiksunnendur hafi átt erfitt þá. Ég setti meira að segja tattú á löppina á mér honum til heiðurs, Mamba.”

Viðtalið við Deandre Kane er hægt að lesa hér

Fréttir
- Auglýsing -