16:28
{mosimage}
Í dag var tilkynnt hverjir hafa verið valdir í stjörnuliðin í Þýskalandi og í þeim má finna þrjá leikmenn sem hafa leikið á Íslandi, Jeb Ivey, Derrick Allen og Brandon Woudstra.
Í stjörnuleiknum í Þýskalandi mætast Norður- og Suðurhlutinn og eru það aðdáendur sem velja byrjunarliðin og völdu þeir Allen í byrjunarlið Suðurhlutans en með honum eru m.a. þrír leikmenn Bamberg sem leikur í Meistaradeildinni.
Þjálfarar liðanna eru þeir Luka Pavicevic frá ALBA hjá Norðurhlutanum og Dirk Bauermann frá Bamberg í Suðurhlutanum. Þeir völdu svo varamenn beggja liðanna og valdi Pavicevic Ivey í sitt lið og Bauermann valdi Woudstra í sitt lið.
Leikurinn fer fram 19. janúar í Mannheim.
Mynd: www.deutsche-bank-skyliners.de