LF Basket vann í kvöld nauman 75-74 sigur á Uppsala Basket í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Haukur Helgi Pálsson gerði 7 stig í leiknum, tók 3 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði LF. Jonathan Person reyndist hetja LF þegar hann skoraði í teignum með sex sekúndur til leiksloka.
LF Basket hefur nú unnið þrjá deildarleiki í röð og situr í 6. sæti sænsku deildarinnar með 16 stig en fjögur lið eru á toppi deildarinnar með 20 stig en þau eru Norrköping, Sundsvall, Boras og Uppsala, sterkur sigur hjá LF í kvöld gegn einu af toppliðunum.