spot_img
HomeFréttirÞriðji leikur úrslita Suns og Bucks í kvöld - Véfréttin og Hörður...

Þriðji leikur úrslita Suns og Bucks í kvöld – Véfréttin og Hörður með hann í beinni á Stöð 2 Sport

Á miðnætti í kvöld er á dagskrá þriðji leikur úrslitaeinvígis NBA deildarinnar milli Phoenix Suns og Milwaukee Bucks. Suns unnu fyrstu tvo leikina nokkuð örugglega á heimavelli, en nú færist serían næstu tvo leiki á heimavöll Bucks, í Fiserv höllina í Milwaukee. Líkt og allar götur síðan 1947 þarf að vinna fjóra leiki til þess að verða meistari.

Hérna eru leikdagar úrslitanna 2021

Líkt og aðra leiki í þessum lokaúrslitum mun Stöð 2 Sport sýna beint frá leik kvöldsins. Lýsendur kvöldsins verða ekki af verri endanum, en þar verða Véfréttin Sigurður Orri Kristjánsson og körfuboltasagnfræðingurinn Hörður Unnsteinsson fyrir aftan hljóðnemana.

Þeir félagar hafa í ófá skiptin farið saman yfir hlutina í Boltinn Lýgur Ekki, en á dögunum ræddu þeir meðal annars þetta úrslitaeinvígi, sögulínur úrslitanna, verstu frammistöður bestu leikmanna og margt fleira.

Fréttir
- Auglýsing -