Boston Celtics töpuðu sínum þriðja leik í röð í nótt þegar þeir máttu játa sig sigraða gegn Detroit Pistons. Boston, sem hefur verið án Kevin Garnett og Rasheed Wallace að undanförnu, hafa nú tapað sex af síðustu tíu leikjum sínum.
Á meðan unnu Denver Nuggets frækinn sigur á Golden State Warriors í framlengdum leik þar sem hinn magnaði Chauncey Billups skoraði 37 stig, þar af 10 í framlengingunni.
Loks má geta þess að hið vonlausa lið NJ Nets tapaði enn einum leiknum, nú gegn Phoenix Suns, og hafa nú einungis unnið þrjá leiki þegar tímabilið er hálfnað.
Úrslit næturinnar/Tölfræði:
Washington 93 Dallas 94
Charlotte 104 Miami 65
Atlanta 108 Sacramento 97
Philadelphia 90 Portland 98
Orlando 109 Indiana 98
Detroit 92 Boston 86
Minnesota 92 Oklahoma City 94
New Orleans 113 Memphis 111
Milwaukee 113 Toronto 107
Phoenix 118 New Jersey 94
San Antonio 98 Utah 105
LA Clippers 104 Chicago 97
Golden State 118 Denver 123