Eflaust ráku einhverjir upp stór augu í gærkvöldi þegar búið var að raða nokkrum þrekhjólum aftan við varamannabekk Stjörnunnar. Garðbæingar tóku á móti Snæfell í Ásgarði í gær þar sem þessi nýstárlega sjón blasti við. Karfan.is leitaði skýringa hjá Snorra Erni Arnaldssyni aðstoðarþjálfara Stjörnunnar.
,,Þetta er svo að menn geti haldið sér heitum, sér í lagi þeir sem eru tæpir í hné,“ svaraði Snorri og bætti við að svona yrði þetta á öllum heimaleikjum Stjörnunnar í vetur. Aðspurður hvort Garðbæingar hyggðust flytja hjólin með sér á útileiki svaraði Snorri:
,,Það er aldrei að vita eða eins og heitasti ,,mjúsíkantinn“ í dag segir: Never say Never“