spot_img
HomeFréttirÞórunn úr Haukum í Hamar

Þórunn úr Haukum í Hamar

 
Bakvörðurinn leikreyndi, Þórunn Bjarnadóttir, hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Hamar í Iceland Express deild kvenna. Í sumar gekk Þórunn í raðir Hauka úr Val en Valskonur féllu í 1. deild á síðasta tímabili. Karfan.is náði tali af Þórunni sem vonast til að styrkja Hamar í lokabaráttunni.
,,Gengi Haukaliðsins hefur verið upp og ofan í vetur, í hópnum eru margir nýjir leikmenn og æfingahópurinn er stór. Ég hef verið ósammála þjálfaranum um áherslur og uppbyggingu á skipulagi liðsins og ákvað því að breyta til,” sagði Þórunn sem leikið hefur 14 deildarleiki með Haukum í vetur og gert 2,4 stig og tekið 2,3 fráköst að meðaltali í leik.
 
,,Ég þekki ágætlega til í Hveragerði, ég á vini sem hafa starfað mikið hjá félaginu og hafa lengi hvatt mig til að koma og spila fyrir Hamar. Það eru ekki margir leikir eftir fyrir úrslitakeppnina, en ég vona að ég komi til með að styrkja liðið eitthvað í lokabaráttunni. Liðið hefur verið á góðri siglingu í vetur og á góða möguleika á að ná langt.”
 
Ljósmynd/ Tomasz Kolodziejski Þórunn í leik með Haukum gegn KR fyrr á þessu tímabili.
 
Fréttir
- Auglýsing -