17:37
{mosimage}
(Þórunn í baráttunni undir körfunni)
Þórunn Bjarnadóttir gerði aðeins sex stig á 40 mínútum fyrir ÍS gegn Haukum í gær en eins og þegar hefur komið fram steinlágu Stúdínur gegn Íslandsmeisturunum og þær mættu aðeins sjö til leiks.
,,Við höfum bara náð einni æfingu þar sem við höfum mætt 10, einnig höfum við lítið getað æft kerfi og ekkert spilað 5 á 5. Það verður bara að koma í ljós hvernig þetta verður í vetur hjá okkur,” sagði Þórunn en Stúdínur eiga sterkan leikmann sem er væntanlegur í slaginn og það er Stella Kristjánsdóttir. ,,Það hjálpar helling þegar Stella kemur inn í þetta hjá okkur. Við erum með góða einstaklinga og þurfum bara að ná góðum æfingum til að koma okkur í gang,” sagði Þórunn.
,,Sóknin hjá okkur var betri gegn Haukum núna en í síðust tveimur leikjum gegn þeim en við áttum engu að síður að standa okkur betur. Eftir því sem líður á tímabilið þá mun þetta koma hjá okkur,” sagði Þórunn að lokum.