10:30
{mosimage}
Þorsteinn Húnfjörð verður ekki í þessum búning næsta vetur
Þorsteinn Húnfjörð sem leikið hefur með Þór Ak. undanfarin ár er á suðurleið og mun ekki leika með liðinu næsta vetur. Hann sagði í samtali við karfan.is að hann hefði fullan hug á að leika körfubolta á suðvesturhorninu en hvar það verður er ekki komið í ljóst.
Þorsteinn sem er þrítugur hóf ferilinn í Keflavík 1995-96 og lék 32 leiki með þeim, hann lék einnig um tíma í Noregi en 2002-03 lék hann með Njarðvík og eftir það hefur hann leikið með Þór. Hann hefur alls leikið 68 leiki í Úrvalsdeild og skorað 4,4 stig að meðaltali.
Þá hefur Þorsteinn verið lipur við klippbúnaðinn og sett saman mörg skemmtileg myndbönd fyrir Þórsara og er vonandi að hann haldi því áfram á nýjum stað.
Mynd: www.thorsport.is