spot_img
HomeFréttirÞórsarar sýndu styrk sinn

Þórsarar sýndu styrk sinn

Tómas Heiðar Tómasson og Vincent Sanford fóru fyrir Þór í kvöld er þeir sóttu sigur í Schenker-höllina í Hafnarfirði. Heimamenn í Haukum hafa nú tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar eftir frábæra byrjun á tímabilinu.

Þór lagði Hauka 94-109 og eru þeir þá komnir á sigurbrautina á ný í Domino´s deildinni eftir tvo tapleiki í röð gegn Snæfelli og Grindavík. Þór er í 5.-8. sæti með sex stig eftir sex leiki á meðan Haukar eru í 3.-4.sæti með átta stig eftir jafn marga leiki.

Tómas Heiðar Tómasson og Vincent Sanford fóru fyrir Þór í kvöld er þeir sóttu sigur í Schenker-höllina í Hafnarfirði. Heimamenn í Haukum hafa nú tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar eftir frábæra byrjun á tímabilinu.

Þór lagði Hauka 94-109 og eru þeir þá komnir á sigurbrautina á ný í Domino´s deildinni eftir tvo tapleiki í röð gegn Snæfelli og Grindavík. Þór er í 5.-8. sæti með sex stig eftir sex leiki á meðan Haukar eru í 3.-4.sæti með átta stig eftir jafn marga leiki.

Gestirnir úr Þorlákshöfn voru öflugir í upphafi leiks og keyrðu upp muninn fljótlega. Sóknaraðgerðir Þórsarar voru hnitmiðaðar frá upphafi leiks og áttu heimamenn fá svör. Varnarmegin voru gestirnir einnig afar sterkir. Haukarnir sættu sig við slök langskot og eftirleikurinn var auðveldur fyrir gestina. Munurinn var mestur 13 stig í fyrsta leikhluta en eftir það fóru liðin að skiptast á körfum en Þórsarar héldu heimamönnum ávallt í skefjum. Í hvert einasta sinn sem rauðir ætluðu að fara saxa hressilega á forskotið komu góðar körfur frá Þór og héldu þeir muninum í 6-10 stig.

Haukar náðu að minnka muninn minnst í þrjú stig 44-47 Þegar Kári Jónsson setti tvö víti fyrir Hauka þegar um tvær mínútur voru eftir af hálfleiknum. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, tók leikhlé og ræddi við sína menn. Það hafði jákvæð áhrif því að Þórsarar kláruðu leikhlutann af krafti með körfum frá Nemanja Sovic og Vincent Sanford. Þór leiddi í hálfleik 46-54 og gestirnir sterkari aðilinn í leiknum.

Seinni hálfleikur var stórgóð skemmtun þar sem heimamenn komust yfir en Þórsliðið er ótrúlega seigt og Tómas Heiðar Tómasson sýndi hve frábær leikmaður hann er.

Liðin skiptust á þriggja-stiga körfum í upphafi seinni hálfleiks og Þórsarar héldu áfram að leiða leikinn og juku muninn í 13 stig eftir aðeins tvær mínútur. Það var augljóst að gestirnir voru í bílstjórasætinu og spiluðu þeir afar vel. En þá kom áhlaupið sem stuðningsmenn Hauka voru að bíða eftir og breyttu þeir stöðunni úr 51-64 í 67-66 með 16-2 spretti. Á þessum kafla náðu Haukarnir að loka miðjunni og stoppa þann sókanrleik sem hafði virkað vel fyrir gestina fram til þessa í leiknum. Þeir fengu auðveld skot upp úr hröðum leik. Liðin skiptust á körfum næstu mínútur og í stöðunni 71-74 fyrir gestina og með 70 sekúndur eftir af leikhlutanum virtust allir vera að bíða eftir að leikhlutinn kláraðist. Þá má segja að Þórsarar hafi klárað leikinn en þeir lokuðu leikhlutanum með sjö stigum á þessum kafla hentu Haukarnir frá sér boltanum og tóku lélegar ákvarðanir.

Leikmenn Hauka voru hálf rænulausir fyrstu mínútur fjórða leikhluta á meðan Þórsarar héldu áfram að spila af krafti. Emil Karel Einarsson var frábær fyrir Þórsara í fjórða leikhluta en hann setti níu af 18 stigum sínum í honum. Haukarnir náðu í blálokin að gera leikinn smá spennandi með því að keyra upp hraðann en Þórsarar svöruðu með stórum körfum og vonir heimamanna urðu að engu.

Í heildina var þetta sanngjarn sigur og gestirnir betri aðilinn næstum allan tímann. Þórsarar sýndu mikinn styrk þegar á reyndi og frábært að ná sigri gegn sterku liði Hauka. Á meðan þarf Ívar Ásgrímsson eitthvað að fara yfir leik sinna manna. Þeir fá á sig 109 stig og náðu aldrei góðum takti í sókninni.

Stigahæstur hjá Þór var Vincent Sanford með 31 stig og Nemanja Sovic var með 23 stig. Hjá Haukum var Alex Francis með 33 stig og Helgi Björn Einarsson setti 19. Emil Barja daðraði við þrennuna margfrægu en hún kom ekki í hús í kvöld. Hann var með 13 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst.

Tölfræði leiksins.

Myndasafn eftir Axel Finn.

Mynd: Tómas Heiðar Tómasson spilaði vel fyrir Þórsara í kvöld sem eru komnir á sigurbrautina á ný.

Fréttir
- Auglýsing -