13:19
{mosimage}
Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í gærkvöldi þar sem Þór Akureyri tókst að festa sig enn betur í sessi á toppi deildarinnar með góðum sigri á Valsmönnum.
Troðsluvélin Kevin Sowell átti góðan leik í gær með 31 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst. Þórsarar höfðu betur í leiknum, 98-79, en Zachary W. Ingles var stigahæstur í liði Vals með 28 stig. Þórsarar eru á toppnum með 14 stig eftir 7 leiki en Valsmenn eru sem fyrr í 3. sæti með 10 stig.
Í Smáranum mættust Breiðablik og FSu þar sem Blikar höfðu stórsigur 106-80 en tölfræði úr þeim leik hefur enn ekki borist. Eftir sigurinn eru Blikar í 2. sæti deildarinnar með 12 stig en FSu er í 4. sæti með 8 stig.
Einn leikur fer fram í 1. deild karla í dag þegar Ármann/Þróttur tekur á móti Stjörnunni kl. 17:00 í Hagaskóla.
Mynd af vef Þórsarar, www.thorsport.is