spot_img
HomeFréttirÞórsarar höfðu sigur í baráttuleik

Þórsarar höfðu sigur í baráttuleik

Þór Þorlákshöfn hafði sigur á ÍR í hörkuleik í Hertz-hellinum í kvöld og tryggði sér tvö mikilvæg stig í deildinni. Mikil barátta var hjá báðum liðum og ljóst að þau ætluðu að leggja allt í sölurnar til að landa sigri í kvöld. Vance Michael Hall opnaði leikinn fyrir gestina með þristi en næstu sjö stig voru heimamanna. Þórsarar komust þó fljótt inn í leikinn aftur og skipust liðin á að hafa forystu í fyrstu tveimur fjórðungunum. Gestirnir leiddu með 5 stigum þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik en Daði Berg Grétarsson minnkaði muninn niður í tvö stig þegar tæplega mínúta var eftir. Kristján Pétur Andrésson braut klaufalega á Halldóri Garðari Hermannssyni þegar sá síðarnefndi reyndi skot frá miðju rétt í þann mund sem fyrri hálfleikur var að renna út. Gestirnir fengu því þrjú vítaskot en heimamönnum til happs nýtti Halldór Garðar ekki nema síðasta vítið og því leiddu gestirnir í hálfleik með þremur stigum, 40-43.

Þórsarar komu ákveðnir til leiks í byrjun síðari hálfleiks og leiddu með 7 stigum þegar skammt var liðið af honum. Með góðum kafla náðu heimamenn að jafna og komast yfir rétt eftir miðjan þriðja leikhluta. Gestirnir voru hins vegar sterkari í lokafjórðungnum, náðu mest 10 stiga forystu og sigruðu að lokum með 5 stigum, 75-80.

Ragnar Nathanaelsson var sterkur undir körfunni fyrir Þórsara í dag, reif niður 14 fráköst auk þess að skila 14 stigum og gefa 6 stoðsendingar. Stigahæstur gestanna var Vance Michael Hall með 16 stig, Halldór Garðar Hermannsson skoraði 14 stig og Þorsteinn Már Ragnarsson setti 12 stig og tók 5 fráköst. Jonathan Mitchell var langstigahæstur ÍR-inga með 30 stig og 8 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson skoraði 13 stig og Daði Berg Grétarsson setti 7 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

ÍR 75 – 80 Þór Þorlákshöfn (15-18, 25-25, 20-20, 15-17)

ÍR: Jonathan Mitchell 30 stig/8 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 13 stig, Daði Berg Grétarsson 7 stig/7 fráköst/7 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6 stig/5 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 6 stig/4 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 6 stig, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 4 stig, Trausti Eiríksson 3 stig, Hákon Örn Hjálmarsson 0 stig, Sæþór Elmar Kristjánsson 0 stig, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0 stig, Kristófer Fannar Stefánsson 0 stig.

Þór Þorlákshöfn: Vance Michael Hall 16 stig, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 14 stig/14 fráköst/6 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 14 stig, Þorsteinn Már Ragnarsson 12 stig/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 10 stig, Grétar Ingi Erlendsson 9 stig/7 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 5 stig,  Baldur Þór Ragnarsson 0 stig, Ragnar Örn Bragason 0 stig, Magnús Breki Þórðarson 0 stig, Jón Jökull Þráinsson 0 stig, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0 stig.

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -