spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÞórsarar á toppinn eftir frábæran sigur í Hólminum!

Þórsarar á toppinn eftir frábæran sigur í Hólminum!

Fyrir leik kvöldsins höfðu liðin mæst tvisvar í deildinni í vetur og skipt með sér sigrunum. Heimasigrar í bæði skiptin, Snæfell unnu með 6 stigum í Stykkishólmi í október og í nóvember unnu Þórsarar með 16 stigum á Akureyri. Það mátti því, eins og oft áður, búast við hörku leik á milla þessara liða. Staða liðanna í deildinni er einnig mjög svipuð, bæði lið hafa tapað fjórum leikjum en Þór hefur unnið einum fleiri leik 14 en Snæfell hefur unnið 13 og sitja liðin í öðru og þriðja sætinu 2-4 stigum á eftir topliði Stjörnunnar.

Gangur leiksins

Þórsarar mættu með alvöru stemmningu inn í leikinn og þar voru ungir sveinar upp í stúku sem héldu þeim virkilega á tánum, trommur og læti með góðri boltahreyfingu hjá gestunum. Baldur tók leikhlé í stöðunni 0-7 og þá fóru hlutirnir að jafnast. Stemmning í stúkunni báðu megin og mætti halda að úrvalsdeildarleikur væri í gangi. Þórsarar hittu gríðarlega vel úr þriggjastiga skotum og gerðu Snæfell erfitt fyrir í sóknarleik sínum. Mikil barátta í fyrsta leikhlutanum og gestirnir með yfirhöndina 15-25.

Þór byrjaði 2. leikhluta betur og með góðri boltahreyfingu og hægum varnarfærslum hjá Snæfell fengu þær hvert þriggja stigaskotið á fætur öðru galopið. Um miðjan 2. leikhluta höfðu þær hitt 6/9 í þriggja. Liðin spiluðu harðari vörn í lok fyrri hálfleiks og körfum fækkaði. Harður og skemmtilegur leikur sem boðið er upp á 29-40 í hálfleik fyrir gestina sem hafa verið sprækari heilt yfir.

Sá þriðji byrjaði rólega en eftir að Snæfell fann kraftinn í vörninni kom sóknin vel með, þær réðust á miðja vörn Þórsara ítrekað og áttu Þórsarar engin svör í fjórðungnum. Snæfell skoruðu 21 stig á móti 12 stigum gestana frá Akureyri. Frábær kraftur og mikil stemmning Snæfells megin í stúkunni.

Fjórði leikhlutinn byrjaði eins og sá fyrsti með 0-7 spretti gestanna og þær allt í einu komnar í 50-59 forystu. Leikhlé eftir 1:30 og málin rædd. Þórsarar mættu algjörlega tilbúnar í 4. leikhlutan og lokuðu algjörlega á Snæfell sem skoruðu 10 stig í fjórðungnum. Frábær leikhluti hjá flottu liði Þórs sem sigra að lokum með 15 stigum, 60-75.

Flott frammistaða hjá gestunum sem tóku risa stóran sigur í baráttunni um toppsætið í 1. deild kvenna. Þær eru jafnar Stjörnunni á toppnum með 30 stig en Stjarnan á leik til góða.

Snæfell sýndu það á köflum að þær eru með frábært lið og geta án efa spilað um toppsætið, þær eru 4 stigum á eftir toppliðunum tveimur. Það verður svakaleg barátta um laust sæti í efstu deild kvenna.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -