spot_img
HomeSubway deildinSubway deild kvennaÞorleifur: Vona að ég hafi rangt fyrir mér

Þorleifur: Vona að ég hafi rangt fyrir mér

Þorleifur Ólafsson þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í Subwaydeildinni tók við liðinu á síðustu leiktíð og var ekki langt frá því að næla í úrslitakeppnissæti með liðið. Lalli, eins og hann er jafnan kallaður fer brattur inn í mótið í ár og undirbúningur liðsins á fullu gasi þessi dægur.

“Undirbúningur fór rólega af stað en er kominn á fullt núna. Ég er ánægður með hvernig undirbúningur hefur verið og ætla að nýta næstu daga vel til að undirbúa okkur sem best undir tímabilið. Við fórum í æfingaferð austur í land og tókum 2 æfingar og 1 æfingaleik á móti Hamar/Þór sem hluti af undirbúning okkar. Framundan er meiri og dýpri undirbúningur liðsins.” sagði Lalli aðspurður um undirbúning liðsins.

Sem endranær breytast hópar liðanna og Grindavíkurliðið engin undantekning þar. ” Allur hópurinn er loksins komin saman og höfum verið það síðustu 2 vikur. Ólöf Rún er komin heim og svo tveir nýjir erlendir leikmenn og þetta lítur bara ágætlega út hjá okkur. Nýjir leikmenn eiga auðvitað eftir að aðlagast liðinu betur og kemur það vonandi sem fyrst. Ólöf Rún náttúrulega styrkir okkur mikið og með breyttum hópu þá breytist okkar leikstíll aðeins í vetur. Ég ætla mér að koma með liðið betur tilbúið til leiks en ég gerði í fyrra til dæmis.”

Tökum vonandi þau skref sem til þarf í toppbaráttu

Aðspurður um markmið liðsins fyrir komandi vetur var Þorleifur nokkuð ákveðin í svörum. “Við ætlum okkur að vera í efri hlutanum í vetur. Höfum verið nokkrum skrefum á eftir efstu liðunum. Við náum vonandi að taka þau skref sem til þarf í baráttuna um efstu sætin. Ég held að deildin verði mjög tvískipt í vetur en ég vona að ég hafi rangt fyrir mér því jöfn deild er alltaf skemmtilegri.” sagði Lalli að lokum.

Grindavík hefja leik gegn Fjölni nk. þriðjudag í HS Orkuhöllinni í Grindavík.

Fréttir
- Auglýsing -