spot_img
HomeFréttirÞorleifur Viggó tekur við Hetti og Viðar snýr heim

Þorleifur Viggó tekur við Hetti og Viðar snýr heim

 
Þorleifur Viggó Skúlason verður næsti þjálfari Hattar í 1. deild karla og þá hefur Viðar Örn Hafsteinsson snúið í heimahagana á nýjan leik og verður með sínu gamla félagi í barningum á komandi leiktíð. Hannibal Guðmundsson einn af forsvarsmönnum KKD Hattar staðfesti þetta í samtali við Karfan.is.
,,Viggó er gamall leikmaður Hattar og hefur verið að þjálfa hjá okkur yngri flokka og tekur að sér það stóra verkefni að taka við meistaraflokknum. Viðar er alinn upp hjá okkur en hefur verið að spila með Hamri síðustu ár þar sem hann var að klára skóla á Laugarvatni og tekur að sér alla vegna 2 yngri flokka og að spila með félaginu í 1. deild,“ sagði Hannibal en Hattarmenn standa í ströngu þessa dagana fyrir komandi leiktíð og ætti endanlegur hópur liðsins að skýrast á næstu vikum.

Viðar Örn gerði 6,2 stig og tók 2,7 fráköst að meðaltali í leik með Hamri í Iceland Express deild karla á síðasta tímabili.

 
Ljósmynd/Jón Björn ÓlafssonViðar Örn í leik með Hamri á síðasta tímabili gegn Stjörnunni.
 
Fréttir
- Auglýsing -