spot_img
HomeFréttirÞorleifur Íþróttamaður Grindavíkur 2009

Þorleifur Íþróttamaður Grindavíkur 2009

 
Þorleifur Ólafsson er íþróttamaður Grindavíkur árið 2009 en þá nafnbót hlaut bakvörðurinn öflugi á gamlársdag við athöfn sem fram fór í Saltfisksetrinu í Grindavík. Þorleifur er einn af burðarásum Grindavíkurliðsins og var fyrirferðamikill hjá gulum er þeir lönduðu silfurverðlaunum á Íslandsmótinu eftir oddaleik við KR í Vesturbænum á síðustu leiktíð.
Fleira körfuknattleiksfólk var verðlaunað fyrir framgöngu sína á vellinum í Saltfisksetrinu á gamlársdag en það voru auk Þorleifs þau Páll Axel Vilbergsson, Petrúnella Skúladóttir og Helga Hallgrímsdóttir.
 
Það sem af er þessari leiktíð hefur Þorleifur gert 14,2 stig, 4,7 fráköst og 2,4 stoðsendingar að meðaltali í leik en Grindvíkingar eru í 5. sæti deildarinnar með 14 stig.
 
Ljósmynd/ www.grindavik.is – Á myndinni eru Þorleifur Íþróttamaður Grindavíkur og knattspyrnukonan Elínborg Ingvarsdóttir sem kjörin var Íþróttakona Grindavíkur.
Fréttir
- Auglýsing -