Grindvíkingurinn Þorleifur Ólafsson er enn frá æfingum sökum meiðsla og hefur ekkert æft með Grindvíkingum þennan mánuðinn. Þorleifur lék stöku leiki með gulum á síðasta tímabili en var mikið frá út af meiðslum.
Þorleifur er einn af burðarásum liðsins en Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindvíkinga segir Þorleif óskrifað blað. ,,Hann hefur ekkert æft með okkur í september og ég er ekkert sérlega bjartsýnn því hann hefur verið að drepast í hásinunum,” sagði Helgi svo ljóst er að enn verður einhver bið í Þorleif.
Ljósmynd/ Enn mega Grindvíkingar bíða eftir Þorleifi.