KR lagði Hauka í kvöld á Meistaravöllum í Bónus deild karla.
Fyrir sem eftir leik er lið Hauka fallið, en þeir eru í 12. sætinu með 8 stig. KR hélt úrslitakeppnisvonum sínum lifandi með sigrinum, en þeir eru nú í 7. sætinu með 20 stig.
Lengst af voru það gestirnir úr Hafnarfirði sem leiddu í kvöld, en leikurinn var þó jafn á næstum öllum tölum og munaði aðeins þremur stigum á liðunum í hálfleik. Langt inn í annan hálfleik eru Haukar skrefinu á undan, en það er svo í upphafi fjórða leikhlutans sem KR tekur öll völd á vellinum, ná að jafna og byggja sér upp forskotið sem þeir sigra með að lokum, 103-87.
Atkvæðamestir fyrir KR í kvöld voru Þórir Guðmundur Þorbjarnarson með 29 stig, 7 fráköst, 13 stoðsendingar og Linards Jaunzems með 20 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar.
Í liði Hauka var atkvæðamestur Seppe D’espallier með 21 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Honum næstur var Hilmir Arnarson með 19 stig.
Í lokaumferðinni mætir KR liði Grindavíkur í Smáranum og Haukar fá ÍR í heimsókn.