Þóra Kristín Jónsdóttir, Ástrós Lena Ægisdóttir og AKS Falcon urðu í dag danskir bikarmeistarar í körfubolta með sigri á BMS Herlev í úrslitaleik, 90-54.
AKS Falcon hefur gengið afar vel það sem af er vetri unnið alla leiki sína í deild nema einn, en þessi eini sem þær töpuðu var einmitt gegn silfurliði dagsins í dag, BMS Herlev.
Því er ekki loku fyrir það skotið að Þóru og Ástrósu takist einnig að fara alla leið og vinna danska meistaratitilinn nú í vor, en næsti leikur þeirra í deildinni er þann 13. mars gegn SISU.