spot_img
HomeFréttirÞóra Kristín öflug í sigri Falcon

Þóra Kristín öflug í sigri Falcon

Danska úrvalsdeildin er farin af stað á fullri ferð þar sem landsliðskonan Þóra Kristín Jónsdóttir fer fyrir sínu liði Falcon AKS.

Falcons sem urðu danmerkurmeistarar á síðustu leiktið unnu nauman sigur á Amager 65-59. Þóra Kristín var að vanda öflug með 15 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar þar sem hún var næsta stigahæst í liðinu.

Falcons hafa unnið fimm fyrstu leiki tímabilsins og eru ósigraðar. Meistaravörnin hefst því vel hjá Þóru og félögum í Falcon.

Fréttir
- Auglýsing -