spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÞóra Birna til Ármanns

Þóra Birna til Ármanns

Ármenningar tilkynntu rétt í þessu að liðið hefði samið við Þóru Birnu Ingvarsdóttur um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Ármann fór alla leið í úrslit deildarinnar á síðustu leiktíð en tapaði í úrslitaeinvíginu en ætla sér greinilega stóra hluti í vetur.

Tilkynningu Ármanns má finna í heild sinni hér að neðan:

Í kvöld skrifaði Þóra Birna Ingvarsdóttir undir samning við félagið um að leika með meistaraflokki félagsins næsta tímabilið. 

Þóra kemur frá KR þar sem hún er uppalin. Hún hefur leikið síðustu ár með meistaraflokki félagsins við góðan orðstýr. Á síðustu leiktíð var hún mikilvægur hlekkur í liði KR. 

Þóra er 21. árs bakvörður sem kemur til með að styrkja lið Ármanns mikið í komandi átökum. Leikmannahópurinn er byrjaður að æfa vel enda rétt rúmur mánuður í að mótið hefjist. 

Við bjóðum Þóru hjartanlega velkomna til félagsins og hlökkum til að sjá hana blómstra undir merkjum Ármanns. 

Áfram Ármann! 

Fréttir
- Auglýsing -