spot_img
HomeFréttirÞór Þ. semur við erlendan leikmann

Þór Þ. semur við erlendan leikmann

11:00

{mosimage}

Lið Þórs í Þorlákshöfn sem leikur í 1. deild karla er að undirbúa sig fyrir átökin. Eins og greint var frá á karfan.is réðu þeir Bjarna Magnússon sem þjálfara á dögunum og nú hafa þeir fundið bandarískan leikmann til að leika með liðinu.

Sá heitir Richard Field og kemur frá Mercyhurst skólanum sem leikur í NCAA II en það er einmitt sami skóli og Justin Shouse, Joshua Helm og Avi Fogel léku með.

Field þessi er 23 ára gamall, 198 cm og er sagður frákastari.

Björn Hjörleifsson formaður körfuknattleiksdeildar Þórs sagði í samtali við karfan.is að Þórsarar stefndu að því að byggja upp til framtíðar og hlúa vel að yngri flokkunum en fá helst ekki meira en einn erlendan leikmann til að spila með meistaraflokk.

[email protected]

Mynd: www.cstv.com

Fréttir
- Auglýsing -