Dominos deildin hófst í kvöld eftir það var farið að vera eins og biðin endalausa. Langt er síðan deildinni var aflýst vegna Covid og því ljóst að ansi mikill körfuboltaþorsti var í landinu öllu.
Þorlákshafnarbúar eru engin undantekning þar á, en þar í bæ tóku heimamenn á móti Haukum. Fyrir tímabilið var liðunum spáð svipuðu gengi í deildinni, barátta um úrslitakeppnissæti.
Þór sem er með nýjan mann í brúnni, Lárus Jónsson fóru vel af stað og gáfu tóninn. Liðið var með góða forystu snemma gegn mikið breyttu liði Hauka.
Þór Þ hafði að lokum góðan 105-97 sigur á Haukum og byrja tímabilið af krafti. Hjá heimamönnum var Larry Thomas öflugur með 30 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst. Callum Lawson og Ragnar Bragason voru með 15 stig hvor.
Hjá Haukum var Kári Jónsson með 27 stig og Hansel Atencia með 22 stig. Bandarískur leikmaður liðsins Shane Osayande hreif fáa uppúr skónum á vellinum og endaði með 12 stig og 8 fráköst.
Þór Þorlákshöfn-Haukar 105-97 (28-19, 25-33, 28-20, 24-25)
Þór Þorlákshöfn: Larry Thomas 30/10 fráköst/8 stoðsendingar, Callum Reese Lawson 15/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 15/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 13/4 fráköst, Adomas Drungilas 13/9 fráköst/9 stoðsendingar, Styrmir Snær Þrastarson 10, Davíð Arnar Ágústsson 9, Ingimundur Orri Jóhannsson 0, Ísak Júlíus Perdue 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Tómas Valur Þrastarson 0, Tristan Rafn Ottósson 0.
Haukar: Kári Jónsson 27/6 fráköst, Hansel Giovanny Atencia Suarez 22/4 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Breki Gylfason 16/8 fráköst, Austin Magnus Bracey 14, Efosa Shane Osayande 12/8 fráköst, Hilmar Pétursson 5, Emil Barja 1, Ágúst Goði Kjartansson 0, Þorkell Jónsson 0, Yngvi Freyr Óskarsson 0, Ragnar Agust Nathanaelsson 0, Ívar Barja 0.