spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÞór lét toppliðið hafa fyrir hlutunum

Þór lét toppliðið hafa fyrir hlutunum

Kolbeinn Fannar var í fyrsta sinn í byrjunarliði Þórs í efstu deild og hann nýtti tækifærið vel – spilaði geggjaðan varnarleik og skoraði 8 stig.

Það voru eflaust margir sem gerðu ráð fyrir að nýliðar Þórs yrðu toppliðinu auðveld bráð þegar liðin mættust í 6. umferð Domino´s deildar karla í kvöld. Þótt toppliðið hafi farið með 15 stiga sigur af hólmi þá þurftu þeir svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum. Þórsarar sem söknuðu sárt Mantas, sem tók út leikbann og þess ofan var Motley ekki komin með leikheimild en Þórsliðið mætti í leikinn af miklum krafti og báru menn enda virðingu fyrir toppliðinu.

Þeir Pablo Hernández og Kolbeinn Fannar hófu leikinn fyrir Þór með miklum stæl og setti sá spænski niður þrjá þrista í fyrsta leikhluta og Kolbeinn Fannar tvo. Auk þess spilaði Kolbeinn gríðarlega góð vörn gegn landsliðsmanninum Herði Axel sem fékk lítið svigrúm til að athafna sig á löngum köflum. Þór leiddi með tveim stigum eftir fyrsta leikhlutann 25-23.

Keflvíkingar komu ákveðnari til leiks í öðrum leikhluta og þegar um 2:30 voru liðnar af leikhlutanum jafna þeir 29-29. Í kjölfarið kom 10-0 kafli gestanna sem um miðjan leikhlutann voru komnir með 10 stiga forskot 29-39. Í þann mund sem lokaflautið gall í öðrum leikhluta höfðu gestirnir 11 stiga forskot 37-48, setti Hansel niður flautukörfu og munurinn í hálfleik 9 stig 39-48.

Keflvíkingar unnu leikhlutann 14-25.

Gestirnir komu grimmir til leiks í þriðja leikhluta og um tíma virtust þeir ætla ganga frá leiknum með látum og um miðjan leikhlutann leiddu þeir með 19 stigum 46-65. Þarna tóku Þórsarar sig til í andlitinu og þéttu vörnina og hreinlega skelltu í lás og skoruðu 17-2 og skyndilega var munurinn komin niður í 4 stig 63-67 þegar rúmar tvær mínútur lifðu af þriðja leikhluta.

Þór vann leikhlutann 27-23 en gestirnir leiddu með 5 stigum þegar fjórði leikhlutinn hófst 66-71.

Þrátt fyrir mikla baráttu og mikinn vilja hjá Þórsliðinu þá reyndust Keflvíkingar aðeins of stór biti á lokakaflanum og unnu þeir leikhlutann með 10 stigum 14-24 og öruggur 15 stiga sigur þeirra staðreynd 80-95.

Eins og kemur fram í upphafi þá lék Þór án þeirra Motley og Mantas og má fullvíst telja að með þá innanborðs hefði án efa munurinn á liðunum orðið minni en raunin varð á. Í kvöld fengu ungu leikmennirnir hjá Þór töluverðan spilatíma sérstaklega þeir Júlíus Orri, Baldur Örn og Kolbeinn Fannar sem og Erlendur Ágúst. Þeir nýttu sín tækifæri vel og áttu allir glimrandi leik og þá sérlega var gaman að sjá baráttuna hjá Kolbeini, Baldri Erni sem létu til sín taka. Júlli stóð fyrir sínu og Erlendur Ágúst var líkt og Baldur Örn og Kolbeinn afar sterkur í vörn.

Stigahæstur hjá Þór var Hansel Atencia með 30 stig 3 fráköst og 3 stoðsendingar. Jamal Palmer var með 17 stig 8 fráköst og 4 stoðsendingar, Pablo Hernández 17 stig og 5 fráköst, Kolbeinn Fannar 8 stig  og 1 frákast, Erlendur Ágúst 3 stig og 4 fráköst, Július Orri 3 stig 3 fráköst og eina stoðsendingu, Baldur Örn 2 stig 3 fráköst og 1 stoðsendingu. Þá spiluðu þeir Smári Jónsson, Egill Elvarsson, Ragnar Ágústsson og Róbert Orri en náðu ekki að skora.

Hjá Keflavík var Khahil Ullah með 30 stig 3 fráköst og 3 stoðsendingar, Dominykas Milka 23 stig og 15 fráköst, Deane Williams 14 stig og 10 fráköst, Magnús Már 14 stig og 5 fráköst, Hörður Axel 10 stig og 13 stoðsendingar og þá voru þeir Andrés Ísak og Reggie Dupree með 2 stig hvor. 

Gangur Leiks: 25-23 / 14-25 (39-48) 27-23 / 14-24

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun, myndir, viðtöl / Palli Jóh

Fréttir
- Auglýsing -