spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÞór lagði Sindra með 72 stiga mun

Þór lagði Sindra með 72 stiga mun

Þór 124 – Sindri 52

Hornfirðingar gerðu sér ferð norður til Akureyrar til að etja kappi við Þór en áttu ekki sjö dagana sæla þessar 40 mínútur sem leikurinn stóð yfir og voru kjöldregnir svo ekki sé fastara að orði kveðið. Lokastaðan 124 – 52 eða 72 ja stiga munur.

1. deild karla í körfubolta: Þór – Sindri

Höllin, 14. desember 2018

Leikur Þórs og Sindra hófst við frekar fámenna áhorfendabekki þrátt fyrir að vera í toppsæti 1.deildar.

Þór hefur leikinn af krafti og kemst strax í 9-0 og svo 13 – 2 eða 11 stigum yfir og þrjár mínútur búnar. 4 af 5 byrjunarliðsmönnum búnir að setja körfur.

Þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður var staðan orðin 20 – 4. Nú er sá síðasti af byjunarliðsmönnunum kominn á blað og allt er eins og blómstrið eina.

Strax í fyrsta leikhluta er leikmönnum heimaliðsins róterað enda varla hægt að tala um mótspyrnu gestanna á þessum fyrstu 10 mínútum. Staðan er 35 – 6 og 7 leikmenn komnir á blað. Sindri er með 2 stig og næst neðstir í deildinni og miðað við þessa byrjun er ekkert undarlegt við það. Þeir eru alveg týndir og aðeins útlendingarnir tveir búnir að setja körfur.

Áhorfendur hafa verið að koma í salinn í þessum fyrsta leikhluta og er bekkurinn nú aðeins þétt setnari en, enn komast fleiri fyrir.

Annar leikhluti ætlar að verða jafnari en sá fyrsti þar sem Sindri setur niður jafn mörg stig á fyrstu 90 sek og þeir settu niður á fyrstu 10 mínútunum. Staðan eftir 2 mín er 44 -12. (7 – 6).

Áfram hélt Sindri að setja niður körfur og greinilegt að fyrsti leikhluti hjá þeim var meira að hrista af sér ferðaþreytu og ná upp miðinu því að í öðrum leikhluta hafa þeir sett á 6 mínútum 16 stig á móti 21 stig Þórs (56-22) þannig að munurinn sem náðist í fyrsta leikhluta helst nokkurn veginn þó aðeins sé búið að bæta í en þá er það ekkert í líkingu við það sem var á fyrstu mínútunum. Þórsarar kláruðu þó hálfleikinn á mikilli keyrslu og komust í 41 stigs forystu 67 – 26 þegar flautað var til hálfleiks.

Seinni hálfleikur lítur út fyrir að verða formsatriði fyrir heimaliðið en værukærð er aldrei af hinu góða því Hornfirðingarnir hafa andlitinu að bjarga og vilja örugglega vinna seinni hálfleikinn.

Þórsarar eru greinilega ekki komnir í jólagjafaskapið því þeir hafa bætt við forskotið þó svo að ekki sé það mikið. Það er komið í 45 stiga mun 75 – 30 þegar 4 mínútur lifa 3 ja leikhlutans. Á næstu tveimur mínútum bættu þeir við 7 stigum á móti engu og staðan orðin 82 – 30 eða 52 stig sem skildu liðin að. Staðan fyrir lokaleikhlutann er 86 – 34 og spurning er því einungis hvort Sindramenn ná að vinna síðasta leikhlutann en það virðist samt ekki vera í spilunum enda bekkurinn hjá Þór að spila mjög vel.

Síðasti leikhlutinn búinn og Sindramenn líka. Þór vann síðasta leikhlutann 38 – 18 og leikinn þar með með 72 ja stiga mun 124 – 52. Það var þó tvennt jákvætt við leikinn fyrir utan að stigin fóru ekki frá Akureyri en það var að Þórsarar héldu haus allan tímann og bættu stöðugt í, hverjir sem voru inni á vellinum og hins vegar það að velflestir leikmenn Þórs skoruðu stig í kvöld.

Pálmi, Larry og Damir settu flest stigin en Bjarni kom einnig sterkur af bekknum bæði í stigaskorun og fráköstum.

Stig Þórs: Larry Thomas 42 13 fráköst og 6 stoðsendingar, Damir 20 stig 7 fráköstog 7 stoðsendingar, Pálmi Geir 19 stig, 10 fráköst, Bjarni Rúnar 10 stig og 9 fráköst, Júlíus Orri 8 stig, Ingvi Rafn 7 stig og 7 fráköst, Sigurður Traustason 6 stig, Einar Húmi Valsson 5 stig, Kristján Pétur 3 stig og 5 stoðsendingar og þair Egill Elvarsson og Kolbeinn Fannar Gíslason 2 stig hvor.

Hjá Sindra var Chaed Brandon með 19 stig og 9 fráköst, Barrington Stevens 15 stig og 6 stoðsendingar, Kenneth Fluellen 13 stig, Hallmar Hallsson 3 stig og Auðunn Hofdal 2.

Eftir sigurinn í kvöld er Þór með 18 stig á toppi deildarinnar en Höttur og Fjölnir eru í 2. – 3. deildarinnar með 14 stig en Höttur á leik til góða á Þór og Fjölni.

 

Texti: Sigurður Freyr

Viðtali við Larry Thomas: spyrill Haraldur Ingólfsson 

Viðtali við Lárus Jónsson

Myndir: Palli Jóh

Fréttir
- Auglýsing -