spot_img
HomeFréttirÞór Ak skilur ÍR eftir á botninum

Þór Ak skilur ÍR eftir á botninum

ÍR lenti í kröppum dansi á Akureyri er liðið mætti heimamönnum í Þór í Dominos deild karla. ÍR  sá aldrei til sólar gegn góðu liði Þórs og urðu undir í baráttunni frá fyrstu mínútu.

 

Þór spilaði góðan körfubolta og unnu að lokum sanngjarnan 16 stiga sigur.

 

ÍR  er eftir leikinn í fallsæti og þurfa að fara að spíta í lófana ef ekki á illa að fara. Matt Hunter leikur enn með liðinu þrátt fyrir komu Hankins-Cole sem lét lítið fyrir sér fara sóknarlega í dag. 

 

Þór aftur á móti er komið með átta stig sem verður að teljast góður árangur en liðið er því að klífa upp töfluna og er nú í áttunda sæti deildarinnar. Danero Thomas og George Beamon voru bestu menn vallarins.

 

Nánari umfjöllun um leikinn er væntanleg… 

 

Tölfræði leiksins

 

Þór Ak.-ÍR 78-62 (23-17, 19-19, 15-9, 21-17)

 

Þór Ak.: George Beamon 22/12 fráköst, Danero Thomas 22/11 fráköst, Darrel Keith Lewis 11/7 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 9, Tryggvi Snær Hlinason 9/5 fráköst/4 varin skot, Ingvi Rafn Ingvarsson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 2/6 fráköst, Svavar Sigurður Sigurðarson 0, Jón Ágúst Eyjólfsson 0, Arnór Jónsson 0, Sindri Davíðsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0.

ÍR: Hákon Örn Hjálmarsson 13, Sveinbjörn Claessen 12/4 fráköst, Quincy Hankins-Cole 10/16 fráköst, Hjalti Friðriksson 8, Matthías Orri Sigurðarson 5, Matthew Hunter 4/8 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 3, Kristinn Marinósson 3, Daði Berg Grétarsson 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2, Trausti Eiríksson 0, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 0.

Staða:

1 KR 12

2 Tindastóll  12

3 Stjarnan 12

4 Grindavík 12

5 Njarðvík 8

6 Skallagrímur 8

7 Þór Ak. 8

8 Þór Þ. 8

9 Haukar 6

10 Keflavík 6

11 ÍR 4

12 Snæfell  0

 

Mynd / Páll Jóhannesson – Thorsport.is

Fréttir
- Auglýsing -