spot_img
HomeFréttirÞór Ak. bæta við sig erlendum leikmönnum

Þór Ak. bæta við sig erlendum leikmönnum

Þór frá Akureyri hafa bætt við sig tveimur erlendum leikmennum en þetta kemur fram á heimasíðu liðsins, www.thorsport.is  Leikmennirnir eru Spencer Harris og Darko Milosevic.  Darko þekkja stuðningsmenn KFÍ en hann spilaði með þeim síðastliðin tvö tímabil.  Þór Ak. hafa spilað þrjá leiki í 1. deildinni hingað til og tapað þeim öllum.  
 Næsti leikur Þór er gegn Breiðablik nú í kvöld en samkvæmt heimasíðu Þórs munu þeir ekki vera komnir á skýrslu fyrir þann leik.  Þeir spila því líklega sinn fyrsta leik þegar Þór tekur á móti ÍG þann 4. nóvember næstkomandi.
 
Fréttir
- Auglýsing -