spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Þjóðverjar heiðra Nowitzki - Treyja númer 14 upp í rjáfur

Þjóðverjar heiðra Nowitzki – Treyja númer 14 upp í rjáfur

Dirk Nowitzki náði á ferli sínum mörgum hápunktum með landsliði og félagsliðum. Í dag bættist enn í safnið en landsliðstreyja hans var hengd uppí rjáfur í körfuboltahöllinni í Köln. Á sama tíma var gefið út að engin leikmaður myndi vera í treyju númer 14 með þýska liðinu aftur.

„Þetta er gríðarlegur heiður. Ég elskaði alltaf að spila með landsliðinu og lagði mig alltaf allan fram.“ sagði Nowitzki þegar hann ávarpaði áhorfendur á heiðursathöfninni fyrir opnunarleik Eurobasket í gær þegar Þýskaland mætti Frakklandi.

Gríðarlegur fjöldi fyrrum liðsfélaga Dirks með landsliðinu var á staðnum en fyrsti landsleikur hans var árið 2002. Mark Cuban eigandi Dallas Mavericks var einnig viðstaddur en Dirk lék allan NBA feril sinn hjá félaginu.

Dirk Nowitzki lék 153 landsleiki fyrir Þýskalands hönd og leiddi liðið til silfurs á Eurobasket 2005 og bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu 2002. Á báðum mótum var hann valinn mikilvægasti leikmaður mótins.

Hann lék í treyju númer 41 með Dallas og hefur sú treyja verið hengd í rjálfur í höll liðsins. Nú hefur landsliðstreyjan einnig farið sömu leið, með númerinu 14. Stefnt er á að landsliðstreyja Nowitzki verði hengt upp í rjáfur allra halla í Þýskalandi sem landsliðið mun leika á um ókomna framtíð. Nærvera Dirks ætti því að vera áfram sterk með landsliði Þýskalands þó hann leiki ekki með liðinu áfram.

Fréttir
- Auglýsing -