spot_img
HomeFréttirÞjóðverjar fara á ÓL

Þjóðverjar fara á ÓL

23:57

{mosimage}

Þýskaland vann Púertó Ríkó í dag 96-82 og tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum. Var þetta síðasta sætið sem var í boði fyrir Ólympíuleikana á mótinu í Aþenu.

Með sigrinum er Dirk Nowitzki loksins kominn á Ólympíuleikana en þessi snjalli leikmaður var með 32 stig í sigri sinna manna í kvöld.

Leikstjórnandi Þjóðverja Steffen Hamann átti einnig gott kvöld en hann var með 19 stig.

Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem Púertó Ríkó leiddi með mest 5 stigum náðu Þjóðverjar að snúa leiknum sér í hag í þeim seinni og vinna með 14 stigum.

Púertó Ríkó lék án Carlos Arroyo sem lék ekki vegna meiðsla en hann reif vöðva í kálfa í gær.

Juan Barea var með 18 stig fyrir Púertó Ríkó.

[email protected]

Mynd: fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -