spot_img
HomeFréttirÞjálfari Pólland: Ætlum að vinna Grikkland

Þjálfari Pólland: Ætlum að vinna Grikkland

Frakkland mætti Póllandi í A-riðli Eurobasket fyrr í dag þar sem mikið var undir fyrir bæði lið. Þau gátu tryggt farseðilinn í 16 liða úrslit með sigri eða komið sér í góða stöðu. 

 

Pólverjar voru mun betri í fyrri hálfleik og náðu með yfir 10 stiga forystu nánast allan háflleikinn. Þeim mistókst hinsvegar alveg að hrista Frakkana almennilega af sér og eltu þeir eins og skuggi. Örstuttur slakur kafli Póllands í fjórða leikhluta kom Frakklandi í fyrsta skipti yfir rétt í lokinn. Það var nóg því Frakkland hafði að lokum sigur 78-75. 

 

Frakkland er þar með komið áfram og getur tekið efsta sæti riðilsins með sigri á Slóveníu á morgun. Pólverjar eiga enn séns á að koma sér áfram í 16 liða úrslit en til þess þurfa þeir að vinna Grikki á morgun. 

 

Karfan.is var á blaðamannafundi liðanna eftir leikinn og hér fyrir neðan má finna helstu viðbrögð Pólverja við tapinu og möguleikum liðsins. 

 

Þjálfari Póllands Mike Taylor var nokkuð ánægður með frammistöðu síns liðs í dag en sagði ör stuttan lélegan kafla hafa eyðilagt leikinn. 

 

„Vill bara byrja á að óska andstæðingum mínum til hamingju með sigurinn. Þetta er vel þjálfað og gott lið Frakklands sem er alveg gríðarlega sterkt. Að lokum voru þeir bara aðeins betri en við þrátt fyrir að við höfum verið virkilega góðir meirihluta leiksins. Við erum mjög einbeittir á leik morgundagsins gegn Grikklandi og teljum að við séum á leið í rétta átt.“ sagði Taylor og bætti við um AJ Slaughter sem hvíldi í dag:

 

„AJ Slaughter fékk hné í læri í leiknum gegn Finnlandi. Það var ekki alvarlegt en við vildum frekar hvíla hann í dag og fá hann svo að fullum krafti í leikinn á morgun. Við ætluðum að setja alla okkar krafta í þann leik og hafa okkar besta leik. Við ætlum að vinna Grikkland.“ 

 

 

Aaron Cel leikmaður Póllands var með 14 stig í  dag en hann sagði eftir leikinn: „Við spiluðum góðan körfubolta í 32 mínútur og gáfum Frökkunum alvöru leik. Misstum damp í tvær – þrjár mínútur í fjórða leikhluta en Frakkland er svo gott lið að það var nóg fyrir þá til að ná í sigur. 

 

 

Mynd / FIBA

Fréttir
- Auglýsing -