11:09
{mosimage}
(Ricard Casas, fyrrverandi þjálfari Valencia)
Pamesa Valencia, lið Jón Arnórs Stefánssonar, hefur rekið þjálfarann sinn Ricard Casas sökum lélegan árangur. Liðið hefur aðeins unnið 1 leik af 5. Aðstoðarþjálfari liðsins, Chechu Muleru, mun taka við liðinu tímabundið og er leit hafin að nýjum þjálfara.
Ljóst er að Jón mun fá nýjan þjálfara en hann hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu ásamt liðinu en hann hefur átt við meiðsli að stríða.
Nokkur nöfn hafa verið nefnd sem mögulegur þjálfari liðsins en það mun koma í ljós á næstu dögum hver tekur við liðinu.
mynd: acb.com