Vilt þú starfa í metnaðarfullu umhverfi? Hefur þú ástríðu fyrir þjálfun? Körfuknattleiksdeild Breiðabliks óskar eftir hæfum þjálfurum til starfa. Körfuknattleiksdeild Breiðabliks er í mikilli sókn og hefur iðkendum fjölgað jafnt og þétt undanfarið og nú er svo komið að fleiri þjálfara vantar til starfa.
Við leitum að reynslumiklu og/eða þjálfaramenntuðu fólki sem hefur brennandi áhuga á þjálfun og vilja til að taka þátt í metnaðarfullu uppbyggingarstarfi í öflugu þjálfarateymi.
Umsóknir skulu sendar rafrænt á formann unglingaráðs, Helen Guðjónsdóttir [email protected], þar sem kemur fram þjálfaraferill og menntun eða hringið í síma868 4339 til að fá nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 16. desember.